Börnin í yngstu bekkjum Reykjahlíðarskóla létu ekki nægja að safna birkifræi og senda Skógræktinni h…
Börnin í yngstu bekkjum Reykjahlíðarskóla létu ekki nægja að safna birkifræi og senda Skógræktinni heldur teiknuðu þau þessar fallegu trjámyndir og létu fylgja fallega kveðju. Bestu þakkir!

Birkifræ sem börn í 1.-4. bekk Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit söfnuðu á liðnu hausti eru komin í jörð á góðum stað. Þannig hafa börnin lagt lið því markmiði íslensku þjóðarinnar að stækka þekju íslenskra birkiskóga úr 1,5 prósentum landsins í fimm prósent.

Þessar frábæru myndir hér að ofan af trjám og skógum prýða vegg skógræktarstjóra á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum. Þær bárust ásamt birkifræi sem nemendurí 1.-4. bekk Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit söfnuðu í haust sem leið. Fræinu hefur verið sáð á góðum stað.

Hlýhugurinn sem myndirnar og fræið lýsa finnst okkur hjá Skógræktinni ómetanlegur. Það gleður hjartað að fá að vita að yngsta kynslóðin skuli vilja leggja okkur lið. Aftan á myndinni frá honum Loga voru svo aukaskilaboð: „P.s. Vonandi geriði fleiri tré.“ Það skulum við sko aldeilis gera eftir þessa einlægu og hógværu hvatningu.

Skógræktin þakkar Reykjahlíðarskóla sérstaklega fyrir sitt framlag til skógræktar og öllum þeim skólum sem taka þátt í að efla skóga landsins, hvort sem það er með því að tína og sá birkifræi, gróðursetja tré frá Yrkju eða Lesa í skóginn.

Sett á vef: Pétur Halldórsson