Skógarplöntur í uppeldi.
Skógarplöntur í uppeldi.

Unnið að framlengingu verkefnisins í tengslum við ríkisfjármálaáætlun

Nýverið var samningur Skógræktarfélags Íslands við umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyt­ið um Landgræðslu­skóga fram­lengd­ur til bráða­birgða um eitt ár. Jafnframt er unn­ið að fram­lengingu til lengri tíma í tengslum við ríkisfjármála­áætlun.

Í ljósi þessa hefur plöntuframleiðsla á plönt­um til afhendingar vorið 2019 verið boðin út. Auglýsing Ríkiskaupa er á þessa leið:

Ríkiskaup, fyrir hönd Skógræktar­félags Íslands, óska eftir tilboðum í framleiðslu og dreifingu á ýmsum tegundum skógarplantna vegna Landgræðsluskógaverkefnisins, til af­hend­ing­ar vorið 2019. Plönt­urn­ar skulu af­hent­ar í öllum lands­hlut­um.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson