Á heimasíðu RUV er að finna frétt um að hljómsveitin Pink Floyd ætli að taka þátt í skógrækt í Skotlandi.

BRETLAND: PINK FLOYD Í SKÓGRÆKT 
 
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Pink Floyd áforma að planta skógi í Skotlandi til að vega upp á móti öllum gróðurhúsalofttegundunum sem leysast úr læðingi við framleiðslu nýjasta geisladisksins þeirra.

Breskir tónlistarmenn og fleiri hleyptu fyrir 4 árum af stað umhverfisátakinu Framtíðarskógum sem ætlað er að berjast gegn vaxandi hlýindum í heiminum vegna gróðurhúsaáhrifa. Skógrækt Pink Floyd er hluti þeirrar áætlunar.

Nýr geisladiskur hljómsveitarinnar nefnist Echoes og kemur út næsta mánudag. Því betri sem móttökurnar verða, þeim mun fleiri trjám þarf hljómsveitin að planta í Skotlandi.

Skv. http://www.ruv.is