Félag skógareigenda heldur fræðslufund um viðarnytjar asparinnar í Garðyrkjuskólanum. Síðast liðinn laugardag hélt Félag skógareigenda á Suðurlandi fræðslufund um öspina þar sem lögð var áhersla á viðarnytjar hennar.

Aðalsteinn Sigurgeirsson forstöðumaður á Mógilsá flutti erindi um uppruna, útbreiðslu og nýtingu asparinnar í heiminum og þeir Guðmundur Magnússon á Flúðum og Ólafur Oddsson kynningarfulltrúi sögðu frá notkun asparinnar á Íslandi og miðluðu reynslu sinni úr skólaverkefninu og þeim fjölþættu nýtingarmöguleikum sem asparviðurinn býður uppá bæði innan húss og utan.

Samkvæmt því sem fram kom þurfa aspareigendur ekki að kvíða því að ekki muni verða hægt að vinna verðmætan við úr öspinni þegar fram líða stundir.