Á einföldu eyðublaði er nú hægt að skila inn tillögum að erindum eða veggspjöldum fyrir Fagráðstefnu…
Á einföldu eyðublaði er nú hægt að skila inn tillögum að erindum eða veggspjöldum fyrir Fagráðstefnu skógræktar 2019 sem fram fer á Hallormsstað í byrjun apríl. Ljósmynd úr Hallormsstaðaskógi: Pétur Halldórsson

Fagráðstefna skógræktar 2019 verður haldin á Hallormsstað 3.-4. apríl. Landnotkun og loftslagsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Öndum léttar – landnotkun og loftslagsmál. Upphafserindi heldur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfirskriftinni verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Erindi og veggspjöld óskast – skilafrestur 15. janúar

Óskað er eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast landnýtingu, lofts­lags­málum, skógum, skógrækt eða skyldum málaflokkum og er skilafrestur er til 15. janúar 2019. Hægt er að senda inn tillögu að kynningu hér.

Haft verður samband við höfunda fyrir 1. febrúar.

Fagnefnd Fagráðstefnu 2019

Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktinni
Bjarni D. Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands
Brynja Hrafnkelsdóttir Skógfræðingafélagi Íslands
Einar Gunnarsson Skógræktarfélagi Íslands
Hlynur G. Sigurðsson Landssamtökum skógareigenda
Þórunn Pétursdóttir Landgræðslu ríkisins

Undirbúningsnefnd Fagráðstefnu 2019

Edda Sigurdís Oddsdóttir  Skógræktinni
Aðalheiður Bergfoss Skógræktinni
Anna Pálína Jónsdóttir Skógræktinni
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir Skógræktinni
Björg Björnsdóttir Skógræktinni
Pétur Halldórsson Skógræktinni