Rafstrengnum úr Húsadal á Þórsmörk yfir í Langadal og að Básum á Goðalandi var valin leið sem raskað…
Rafstrengnum úr Húsadal á Þórsmörk yfir í Langadal og að Básum á Goðalandi var valin leið sem raskaði skóginum sem minnst . Þegar rafmagnið hefur verið tengt sparast um 12.000 lítrar af olíu á ári og allmikið gas með tilheyrandi samdrætti í losun koltvísýrings. Ekkert varanlegt rask varð vegna framkvæmdanna. Ljósmynd: Stefán Jökull Jakobsson

Um tólf þúsund lítrar af olíu og tugir tonna af koltvísýringsútblæstri sparast árlega þegar rafmagn kemst á Langadal á Þórsmörk og Bása á Goðalandi. RARIK lauk nýlega við að leggja 3.800 metra langan jarðstreng frá Húsadal yfir í Langadal á Þórsmörk og þaðan að Básum á Goðalandi. Vonast er til að hægt verði að taka strenginn í notkun á næstunni. Samhliða þessu verki var einnig lögð ný neysluvatnslögn að svæði Ferðafélags Íslands í Langadal.

Ryðja þurfti leið gegnum skóginn en hann verður fljótur að loka sér aftur. Ljósmynd: Stefán Jökull JakobssonFrá þessu er sagt á Fréttavef Suðurlands, dfs.is. Fram kemur í fréttinni að átta ár séu nú frá því að rafmagn var lagt í Húsadal sem næst er byggðu bóli af áningarstöðunum á Þórsmörk. Nú hillir undir bætta aðstöðu fyrir starfsfólk og gesti í Langadal og á Básum, ekki bara hvað rafmagnið snertir heldur var ný neysluvatnslögn lögð í jörð samhliða rafstrengnum sem tryggir betur nægt vatn í þjónustumiðstöð Ferðafélags Íslands í Langadal.

Vel hugað að leið fyrir strenginn

Þórsmörk er á náttúruminjaskrá og lagnirnar þurfti að leggja um viðkvæm og torfarin svæði. Framkvæmdin krafðist því mikillar varúðar og útsjónarsemi. Leiðin sem farið var með raflögnina var valin í samráði við Skógræktina og var markmiðið að jarðrask yrði sem minnst. Stærstan hluta leiðarinnar var hægt að plægja lagnirnar í jörð en á um 200 metra kafla þurfti að fleyga og grafa fyrir þeim.

Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs, tók fyrir hönd Skógræktarinnar þátt í að velja rafstrengnum leið. Hann segir að leitað hafi verið leiðar fyrir strenginn ylli sem minnstu raski á skógum. Tekist hafi að fylgja lækjarfarvegi inn Húsadal og úr honum farið í gegnum gisinn skóg upp á Foldir. Það hafi verið erfiðasti hluti leiðarinnar. Þaðan hafi reynst mögulegt að fara þægilega leið með rafstrenginn austur Húsadalsfoldir yfir á ranann norðan við Vesturdal og niður í Langadal. Rafstrengurinn var því næst plægður niður dalbotninn á Langadal við hlið gönguleiðarinnar. Á þeim kafla var í leiðinni vaKaplar fluttir á vörubíl yfir Krossá. Ljósmynd: Stefán Jökull Jakobssonr plægð niður kaldavatnslögn frá vatnsbóli innst í Langadal. Frá skálanum í Langadal var raflögn svo plægð yfir Krossáraura og gerð sérstök rás yfir gróðurlausan malaraurinn að flóðavarnargarði við Bása. Þaðan var strengurinn loks plægður í gegnum gisið kjarrlendi inn í Bása.

Áður en ráðist var í framkvæmdina var leitað umsagna Skipulagsstofnunar, Rangárþings eystra, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar Íslands, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar, auk Skógræktarinnar sem hefur umsjón með vernd og viðhaldi Þórsmerkur. 

Lítið sjáanlegt rask

Vélar á breiðum beltum voru notaðar við verkið en það litla rask sem af þeim varð og ekki grær fljótt af sjálfu sér verður lagfært í sumar. Séð heim að skála Ferðafélags Íslands í Langadal þangað sem einnig var lögð ný neysluvatnslögn. Ljósmynd: Stefán Jökull JakobssonFram kemur á dfs.is að verkið hafi gengið mjög vel. Vitnað er í fréttaviðtal Bylgjunnar og Vísis við Stefán Jökul Jakobsson, umsjónarmann skála Ferðafélags Íslands í Langadal. Stefán segir með ólíkindum hversu lítið verksummerki og rask sjáist eftir þessar framkvæmdir. Notaðar hafi verið jarðýtur á breiðum beltum og telur Stefán að verksummerki verði vart sjáanleg þegar frost fer úr jörðu og gróður tekur við sér.

Ferðafélag Íslands og Útivist standa straum af kostnaði við þessar lagnir og kemur fram í frétt dfs.is að kostnaður hvors félags um sig af framkvæmdinni sé um fjórar milljónir króna. Á móti kemur að nú sparast kostnaður vegna olíu sem notuð hefur verið fram að þessu til að kynda skálana í Langadal og á Básum. Ársnotkun hefur verið um 12.000 lítrar af olíu og auk peningasparnaðar minnkar kolefnisspor starfseminnar auðvitað líka um sem nemur 30-40 tonnum. Sömuleiðis dregur nú úr gasnotkun á svæðunum og fækkar þeim ferðum sem fara þarf eftir gasi.

Fréttavefur Suðurlands hefur eftir Páli Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, að rafvæðing skálanna sé í senn hagkvæm og umhverfisvæn. Hún muni líka gjörbreyta aðstöðu ferðafólks og þeirra sem starfa við ferðaþjónustu á svæðinu.

Texti: Pétur Halldórsson

Á Krossáraurum sér náttúran sjálf um að slétta að fullu yfir ummerkin að verkinu loknu. Ljósmynd: Stefán Jökull Jakobsson