Gróðursetning á Mógilsá. Ljósmynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson
Gróðursetning á Mógilsá. Ljósmynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Námsfólk, 18 ára og eldra, getur nú sótt um tugi sumarstarfa hjá Skógræktinni um allt land. Í boði eru störf við skógrækt og skógarumhirðu, stígaviðhald á Þórsmörk, aðstoð við rannsóknir og fleira. Sótt er um á vef Vinnumálastofnunar.

Skógræktin hefur sótt um framlög frá Vinnumálastofnun til að ráða allt að 60 námsmenn, 18 ára og eldri, til sumarstarfa 2020. Störf eru í boði í öllum landsfjórðungum.

Fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta afleiðingum kórónufaraldursins. Fjölmargar umsóknir um almenn störf og sumarstörf hafa borist Skógræktinni undanfarnar vikur en námsmönnum úr þeim hópi er bent á að skrá umsóknir sínar upp á nýtt á vef Vinnumálastofnunar.

Hér eru hlekkir beint á vef Vinnumálastofnunar fyrir þau starfsvæði eða starfstöðvar Skógræktarinnar sem óska eftir nemum til starfa í sumar.

Vesturland

Þórsmörk

Suðurland

Austurland

Norðurland

Reykjavík

Akureyri

Án staðsetningar

Texti: Pétur Halldórsson