Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár sem fjallar um myrkvun trjáplantna í gróðrastöð og áhrif myrkvunar á frostþol. Höfundar eru Hrefna Jóhannesdóttir og Öyvind Meland Edvardsen og byggir ritið að mestu á mastersverkefni Hrefnu við Landbúnaðarháskólann á Ási. Ritið er 20 síður og er það selt hjá RSr á Mógilsá: sími 515 4500.