Komið er út nýtt rit af Riti Mógilsár. Er þetta rit nr. 16 í röðinni og fjallar um prófun á vorfrostþoli fjallaþins sem gerð var í tengslum við verkefnið jólatrjáaframleiðsla fjallaþins á Norðurlöndum. Höfundar ritsins eru þeir Brynjar Skúlason og Øyvind M. Edvardsen. Hægt er að nálgast ritið á Rannsóknastöðinni á Mógilsá eða á heimasíðu Mógilsár.