Í haust var tekinn í notkun nýr stigi upp fyrir bergið í Múlakoti.  Eins og þeir vita sem þekkja til þá hefur verið frekar ógreiðfært í efrihluta skógarins og er smíði stigans liður í því að bæta aðgengið að skóginum. 

Helgi Garðarsson á Selfossi var fenginn til verksins og er það mál manna að vel hafi tekist til.  Félagið Heimaskógar kostaði verkið, en það er félag áhugamanna um málefni skógræktar í héraði, styrkt af nokkrum sveitarfélögum í Rangárvallasýslu.  Á síðastliðnu ári setti félagið upp nýtt hlið og girðingu við aðkomuna að trjásafninu í Múlakoti.  Í október var síðan efri hlutinn grisjaður og göngustígar lagðir.  Enn er þó mikið verk óunnið við hreinsun og lagningu göngustíga á næsta sumri.