Jóhannes Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn hjá Suðurlandsdeild S.r. í Þjórsárdal. Jóhannes sem er lærður vélvirki býr á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal og mun starfa sem verkstjóri í dalnum auk annara starfa. Skógrækt ríkisins býður Jóhannes velkominn til starfa.

Annar starfsmaður suðurlandsdeildar S.r. Arinbjörn Þorbjörnsson er staddur í Danmörku í Thy Statsskovdistrikt. Arnibjörn mun dvelja í þrjá mánuði hjá dönsku skógræktinni og kynnast skógræktarstarfi dana. Aðstæður í Thy Statsskovdistrikt líkjast að nokkru leiti aðstæðum hér á landi. Á þessu svæði herjaði mikill uppblástur fyrir um 100 árum, en uppblásturinn var stoppaður með landgræðsluskógrækt. Því er margt sem við getum lært af frændum vorum dönum varðandi skógrækt á uppblásturssvæðum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Arinbjörn á leið til vinnu í Thy.