Nýr starfsmaður Dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson hefur hafið störf á Mógilsá. Bjarni útskrifaðist frá skógfræðideild Sænska Landbúnaðarháskólans í Uppsölum í janúar síðastliðnum og hét lokaverkefni hans "Environmental Control of Carbon Uptake and Growth in a Populus trichocarpa Plantation in Iceland". Bjarni mun vinna við verkefni tengd bindingu kolefnis í skógum í samstarfi við Arnór Snorrason og fleiri.