Þorbergur Hjalti Jónsson hefur verið ráðinn skógarvörður á Suðurlandi og tekur við stöðunni 1. febrúar nk. Hann er skógfræðingur frá Aberdeen háskóla og er langt kominn með doktorsnám við Sænska Landbúnaðarháskólann í Alnarp. Þorbergur hefur langa reynslu af skógrækt að baki, sem skógarvörður á NV-landi, sjálfstætt starfandi skógræktarráðgjafi og sérfræðingur bæði við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og á Náttúrufræðistofnun og hefur skrifað fjölda fræðigreina í faginu.

Sex sóttu um og höfðu öll ýmislegt sér til ágætis í starfið. Skógrækt ríkisins þakkar þeim áhugann og óskar þeim alls hins besta. 

Þorbergur tekur við af Hreini Óskarssyni, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Hekluskóga frá og með síðustu áramótum. Um leið og Hreini er þakkað fyrir vel unnin störf á undanförnum árum er Þorbergi óskað velfarnaðar í nýju starfi.