Hreinn Óskarsson sérfræðingur á Mógilsá hefur verið ráðinn skógarvörður á Suðurlandi frá og með 1. janúar 2002.  Starfsmenn Skógræktar ríkisins óska Hreini til hamingju með starfið og bjóða hann velkominn til starfa. 

Fráfarandi skógarvörður er Loftur Þ. Jónsson og hverfur hann til annarra starfa og þakkar Skógrækt ríkisins honum vel unnin störf.