Páll Sigurðsson, nýráðinn skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar
Páll Sigurðsson, nýráðinn skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar

Páll Sigurðsson skógfræðingur hefur verið ráðinn í starf skipulagsfulltrúa Skógræktarinnar. Starfið flyst nú af rekstrarsviði stofnunarinnar yfir á skógarþjónustusvið. Meðal meginverkefna nýs skipulagsfulltrúa verður að vinna að landshlutaáætlunum og gæðaviðmiðum í skógrækt.

Nítján sóttu um stöðuna en Páll var valinn úr hópi þriggja umsækjenda sem metnir voru hæfastir. Við endanlegt val var þessum þremur hæfustu meðal annars falið að skrifa umsögn um tiltekið skipulagsmál sem er á borði Skógræktarinnar.

Páll er í doktorsnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hefur áður lokið fimm ára námi í skógfræði frá Arkangelsk-háskóla í Rússlandi og doktorsprófi frá sama skóla. Hann er einnig blásari, með brottfararpróf í baritonleik frá Tónlistarskóla Árnesinga, og er löggildur skjalaþýðandi af rússnesku á íslensku. Undanfarin misseri hefur hann starfað sem brautarstjóri BS-náms í skógfræði við LbhÍ og kennt bæði við háskóla- og starfsmenntanámið. Einnig hefur hann starfað við rannsóknir, meðal annars við ForHot-verkefnið, unnið við skógræktar- og garðyrkjustörf, kúabúskap og fleira og um hríð sem sérfræðingur hjá skógrannsóknastofnuninni í Arkangelsk.

Páll tekur við starfinu um áramótin og Skógræktin býður hann velkominn til starfa.

Texti: Pétur Halldórsson