Glókollur (Regulus regulus) hefur sést allan ársins hring í Hallormsstaðaskógi síðan 1996 og er líklegt að hann hafi a.m.k. verpt þar síðan þá.  Hreiður hefur ekki fundist en nýfleygir ungar hafa sést.  Glókollar halda sig lang mest í grenitrjám og finnast nú víða um land allt og telur stofninn eflaust tugi para ef ekki hundruði.

Myndina tók Bergrún Arna Þorsteinsdóttir starfsmaður Skógræktar ríkisins en glókollurinn flaug á rúðu í húsinu hennar á Hallormsstað og var svolítið vankaður eftir tiltækið og gafst þá tækifæri til myndatöku.  Eftir að hafa jafnað sig flaug "Glókollur" aftur inní Hallormsstaðaskóg til að njóta lífsins í grenitrjánum.