Í tilefni af Dags íslenskrar náttúru s.l. föstudag var Suðurhlíðarskóla formlega afhentur grenndarskógur í suðausturhlíð Öskjuhlíðar. Starfsfólk, nemendur og foreldrar ásamt fulltrúum Lesið í skóginn samstarfsins tóku þátt í athöfninni. Gengið var frá undirritun grenndarskógarsamningsins og skógurinn opnaður formlega fyrir skólastarf með því að einn nemandi skólans, Weronika Agnieszka Skawinska, klippti á íslenskan borða í jaðri skógarins. Börnin sungu undir stjórn Steinunnar Huldu Theodórsdóttir, verkefnsstjóra útinámsins. Á eftir þáðu gestir veitingar í skóginum, kleinur í boði Myllunnar og heitt kakó og kaffi í boði skólans.

frett_21092011_1

frett_21092011_2

frett_21092011_3


Myndir og texti: Ólafur Oddsson, Frode F. Jakobsen og Steinunn H. Theodórsdóttir.