Um áramótin urðu nokkrar breytingar á starfsmannahaldi Hekluskóga. Björgvin Örn Eggertsson sem hafði starfað að undirbúningi verkefnisins hætti. Stjórn Hekluskóga ákvað að framlag ríkisins til verkefnisins árið 2007 myndi ekki duga til að halda stafsmanni í fullu starfi. Í viðtali í fréttablaðinu Glugganum sagðist Guðmundur Halldórsson formaður samráðshóps um Hekluskóga vera jákvæður á framtíð verkefnisins: "Við komum að máli við Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra, síðastliðið haust og ræddum við hann um nánara samstarf við ríkið. Meðal annars vegna 100 ára afmælis skógræktar og landsgræðslu í landinu. Guðni var mjög jákvæður og stakk upp á að farið yrði af stað með samstarfsverkefni á milli ríkis og fyrirtækja. Við erum nú þegar í viðræðum við forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja um aðild að stamstarfinu og ganga þær viðræður mjög vel. Nú þegar eru tvö stórfyrirtæki mjög jákvæð, þó enn sé ekki búið að ganga frá neinum samningum . En við ætlum að vera búin að landa samningum við ríki og fyrir tæki fyrir lok mars á þessu ári."

Nánari umfjöllun um Hekluskóga og starf síðasta árs má finna á bls. 12-13 í nýjustu útgáfu af Dagskránni sem nálgast má hér:  http://rfp-iceland.com/Dagskra1872.pdf

Einnig má sjá ýmsar upplýsingar um Hekluskóga á www.hekluskogar.is