Ný heimasíða Héraðsskóga www.heradsskogar.is hefur verið opnuð.  Henni er ætlað að bæta upplýsingastreymi um verkefnið, auðvelda skógarbændum og öðrum þeim sem vilja fræðast um skógrækt að nálgast upplýsingar og gögn.

Gamli vefur Héraðsskóga sem var orðinn barn síns tíma hafði þjónað hlutverki sínu og skilaði að jafnaði um tuttugu til þrjátíu heimsóknum á dag og frá um fjórða tug landa.

Vefurinn er smíðaður í vefuppsetningarkerfi Vefsýnar hf.  Það var Sigbjörn Sævarsson sem annaðist uppsetningu efnis á vefinn.

Við vonum að allir eigi eftir að njóta góðs af.

Kær kveðja.

Starfsfólk Héraðsskóga og Austurlandsskóga.