Í vikunni voru í Reykjavík 13 leik- og grunnskólakennarar frá Nora Fuse í Noregi að kynna sér grænt starf í leik- og grunnskólum í borginni. Hópurinn kemur frá litlum hreppi á milli Harðangursfjarðar og Bergen. Hópurinn hafði sérstakan áhuga á að kynna sér skipulag og framkvæmd útináms í skólastarfi.

Hópnum var skipt upp þannig að hluti hans heimsótti leikskóla meðan hinn kynnti sér grunnskólastarf. Leikskólarnir Rauðhóll, Reynisholt og Steinahlíð voru heimsóttir og Sæmundarskóli, Norðlingaskóli og Laugarnesskóli. Hóparnir fengu kynningu á daglegu "grænu" starfi og hvernig aðstaða hefur verið byggð upp og notuð í útináminu. Náms- og kynnigsferðinni lauk á skrifstofu Menntasviðs þar sem Nanna Cristiansen, verkefnisstjóri, kynnti stefnu, skipulag og starf Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins í grænu námi. Verkefnisstjóri Lesið í skóginn ræddi við hópinn og kynnti þverfaglegt samstarf um útinám í borginni og hvernig stutt er við bakið á leik- og grunnskólum varðandi starf í grenndarskógum og nærumhverfi. Markt áhugavert varð á vegi hópsins sem taldi sig hafa lært heilmikið í heimsókninni.
Hópurinn þekkti ekki tálgutæknina sem notuð er hér í skólastarfi og sýndi áhuga á að kynna sér hana betur.

Á myndunum má sjá Guðmund Arngrímsson, arkitekt, kynna uppbyggingu á útiaðstöðu Sæmundarskóla og Nönnu Cristiansen, verkefnisstjóra.

frett_18052010_1

Texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins

Myndir: Ólafur Oddsson og Jón Ragnar Jónsson.