Dagana 11.-15. september sl. var haldin í Reykjavík norræn ráðstefnan um skóga og skógarsögu. Slíkar ráðastefnur hafa verið árlegur viðburður undanfarin fimmtán ár og eru haldnar til skiptis á Norðurlöndunum en þetta var í annað skipti sem ráðstefnan var haldin á Íslandi.

Skógrækt ríkisins hafði veg og vanda af móttöku gesta og ráðstefnuhaldi. Alls voru 52 skráðir þátttakendur á ráðstefnunni, flestir frá hinum Norðurlöndunum.Viðfangsefni að þessu sinni var Notkun erlendra trjátegunda í skógrækt með tilliti til sögu, umhverfis og hagfræði. Fluttir voru níu fyrirlestrar um efnið og farið í tvær skoðunarferðir. Að þessu sinni var boðið til þátttöku fulltrúum frá Kanada, Skotlandi, Írlandi og Færeyjum.

Meðfylgjandi mynd var tekin af ráðstefnuhópnum á Þingvöllum þar sem heimsóttur var Furulundurinn, upphaf skógræktar á Íslandi skoðað, sem og Vinaskógur.


Mynd og texti: Hallgrímur Indriðason