Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti Langholtsskóla á alþjóðlega loftslagsdeginum þann 11. nóvember s.l.
Hún hóf heimsóknina með því að kynnast tálgun í útinámi hjá Þorbjörgu Sandholt í skógarrjóðrinu á skólalóðinni. Þorbjörg tálgaði ásamt sjö nemendum sem allir voru frá sitt hverju landinu.

frett_16112009(2)
(f.v. Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri, Katrín Jakobsdóttir, iðnaðarráðherra og Þorbjörg Sandholt, kennari)

Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins.