Fjögur námskeið í Heiðmörk 

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur á þessu ári fyrir fjögurra námskeiða röð um ræktun, meðhöndlun og sölu jólatrjáa og afurða af jólatrjám. Námskeiðin verða haldin á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk. Það fyrsta hefst 11. mars og þar fjallar Jóhanna Lind Elíasdóttir um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun. Í apríl kemur Marianne Lyhne frá Skov og Landskab í Danmörku og fer yfir formun jólatrjáa, umhirðu og klippingu. Flokkun jólatrjáa, framsetning þeirra á sölustöðum og samskipti við seljendur eru viðfangsefni þriðja námskeiðsins sem haldið verður í lok ágúst. Þar kennir Else Møller skógfræðingur. Loks er í október námskeið Steinars Björgvinssonar í gerð jólakransa.

Upplýsingar & skráning: Else Møller,  nem.elsem@lbhi.is , 8670527  f.h.Skrfr. saevar@heidmork.is

Nánar um námskeiðin

1. Fjárhagsáætlun fyrir  jólatrjáaræktun

Hvernig sett er upp fjárhagsáætlun fyrir jólatrjáaræktun og haldið utan um kostnað og tekjur frá upphaf til enda ræktunarferlisins.

 • Kennari:  Jóhanna Lind Elíasdóttir frá RML
 • Dagsetning: 11. mars frá kl. 13-17 á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur í Heiðmörk
 • Kostnaður:  5000 - Kaffi og bakkelsi innifalið

 

2. Formun jólatráa, umhirða og klipping

Aðferðir við að forma og laga jólatré til að bæta útlit,  auka gæði og nýtingarhlutfall.

 • Kennari: Marianne Lyhne frá Skov og Landskab, Nödebo Danmark
 • Dagsetning: 7. apríl frá 10-16 á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk
 • Kostnaður: 5000 -  innifalið >  Súpa og brauð í hádeginu  + kaffi & bakkelsi

 3. Flokkun, framsetning og samskipti við söluaðila

Hvernig tré eru flokkuð eftir ákveðnum stöðlum, val, merking  og skráning á trjám fyrir sölu. Markaðssetning, sala og samskipti við seljendur.

 • Kennari: Else Møller skógfræðingur
 • Dagsetning: 28. águst 2014 frá kl. 10-16 á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur í Heiðmörk
 • Kostnaður: 5000 -  innifalið >  Súpa og brauð í hádeginu  + kaffi & bakkelsi

4. Kransagerð úr náttúrulegum efniviði

Sýnikennsla í gerð kransa (haustkransar, jólakransar) með efni úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum. Könglakransar, grenikransar og greinakransar. Þátttakendur fá tækifæri til að binda sína eigin kransa. Þátttakendur mega gjarnan koma með eitthvert efni með sér eins og greinar og köngla.

 • Kennari: Steinar Björgvinsson, skógfræðingur og blómaskreytir
 • Dagsetning: 9. október frá kl. 10-17 á Elliðavatni hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur í Heiðmörk
 • Kostnaður: 5000 -  innifalið >  Súpa og brauð í hádeginu  + kaffi & bakkelsi

 

Upplýsingar & skráning: Else Möller,  nem.elsem@lbhi.is , 8670527  f.h. Skrfr. saevar@heidmork.is