Um helgina var haldið námskeið fyrir kennara í Hrafnagilsskóla í Verkefninu Lesið í skóginn - með skólanum.  Ætlunin er að þetta verði landsverkefni í skógaruppeldi á grunnskólastigi.  Skógræktin og Kennaraháskóli Íslands vinna að því að finna samstarfsskóla í hverjum landsfjórðungi sem áhuga hafa á að vinna að þróun skógarfræðslu.  Gert er ráð fyrir að fræðslan verði samþættuð sem flestum námsgreinum skóla með áherslu á útinám í grenndarskógum skólanna.   Á námskeiðinu var lögð áhersla á ferskar viðarnytjar, skógarvistfræði, aðferðarfræði útináms, samþættingu námsgreina og gildi grenndarskógarins í verkefninu.

Alls tóku 16 kennarar þátt í námskeiðinu og tveir starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum sem munu sjá um ráðgjöf og leiðbeiningar við kennara í sambandi við efnisöflun, vinnslu og skógarvinnu nemenda í grenndarskóginu.
Á námskeiðinu var farið í skógarferð í grenndarskóginn sem er í eigu sveitarfélagsins og er hópmyndin tekin í þeirri ferð.