... svo þjóðin geti á ný notið gæðanna af eigin skógum

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt stutt myndband um skógrækt á Íslandi og markmiðið að klæða tíunda hluta landsins með skógi. Samhliða hefur ráðið endurbirt á vef sínum umfjöllun Thomson Reuters Foundation þar sem rætt var við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra.

Myndbandið er 39 sekúndur að lengd og þar er tíundað að Íslendingar gróðursetji þrjár milljónir trjáplantna á ári í því skyni að landið verði grænt á ný. Fyrir þúsund árum hafi landið verið skógi vaxið en víkingarnir hafi fellt skógana til að afla brennis, byggingarefnis og búa til beitiland. Skógrækt muni hjálpa Íslandi að ná loftslagsmarkmiðum sínum, vinna gegn loftslagsbreytingum og stöðva viðsjárverða jarðvegseyðingu. Í fyllingu tímans vilji Íslendingar klæða einn tíunda hluta landsins skógi svo þjóðin geti á ný notið gæðanna af eigin skógum.

Iceland is planting three million trees a year

Texti: Pétur Halldórsson