Örfyrirlestraröð á alþjóðlegu ári jarðvegs

Samstarfshópur um ár jarðvegs 2015 efnir til mánaðarlegra örhádegisfyrirlestra um moldina og jarðveginn og leggur áherslu á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins ís veit og borg. Annar fundurinn í þessari röð verður haldinn miðvikudaginn 6. maí og þar verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Mold og matur!

Fundurinn á miðvikudag verður haldinn á Kaffi Loka við Skólavörðustíg í Reykjavík og hefst klukkan 12. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi-hreyfingarinnar, spyr í erindi sínu hvort við séum búin að missa tenginguna við moldina. Menning og mold er yfirskrift fyrirlesturs Bryndísar Geirsdóttur, kvikmyndaframleiðanda hjá Búdrýgindum, og loks ræðir Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd, um spurninguna: Koma matvæli úr hitabeltisjarðvegi okkur við?

Texti. Pétur Halldórsson