Útvarpsþáttur um eitt frægasta tré Íslandssögunnar

Í þættinum Sagnaslóð á Rás 1 föstudaginn 16. maí var fjallað um eitt allrafrægasta tré sem sprottið hefur úr íslenskri mold, reyninn í Möðrufellshrauni í Eyjafirði eða Möðrufellshrísluna sem oft hefur verið kölluð svo. Bæði varð reynir þessi afar langlífur og á honum var átrúnaður um aldir.

Lesinn var í þættinum hluti af grein séra Ágústs Sigurðssonar úr laugardagsblaði Dags-Tímans frá  3. maí 1977 og lesið úr tímaritinu Amma, 2.-3 bindi, frá 1942, grein sem heitir Systkinin í Möðrufellshrauni. Bókaútgáfan Edda á Akureyri gaf út 1942, skrásetjari Árni Bjarnason. Gluggað var í greinina Reynirinn í Möðrufellshrauni eftir Steindór Steindórsson, kennara og náttúrufræðing frá Hlöðum og lesið úr Skógræktarritinu 2009, grein sem ber heitið Elstu tré Íslands eftir Bergsvein Þórsson, skógfræðing á Akureyri, og Helga Þórssyni umhverfisfræðing.

Umsjón með þættinum hafði Birgir Sveinbjörnsson og lesari með honum var Bryndís Björg Þórhallsdóttir.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins.