Mynd: Þröstur Eysteinsson
Mynd: Þröstur Eysteinsson

Í skoðunarferð um Hólasand norðan Mývatns þann 16. ágúst s.l. varð undirritaður var við meiri fuglamergð en hann hefur áður upplifað á sandinum og var mest um þúfutittlinga. Þeir voru þar í lúpínubreiðum, sennilega í þúsundatali á svæðinu öllu, en auk þeirra sáust lóur, spóar, steindeplar, hrafn og smyrlar. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að mikið var af fiðrildalirfunni mófeta á lúpínunni annað árið í röð. Mófetinn át lúpínuna, þúfutittlingarnir átu mófetann og væntanlega voru smyrlarnir að krækja sér í einn og einn þúfutittling. Heil fæðukeðja þar sem einungis var líflaus auðnin fyrir 20 árum síðan.

Frá því er einnig að segja að í elstu lúpínubreiðunni, frá 1992, hörfar nú lúpínan mun hraðar en hún breiðist út og skilur eftir sig gisið graslendi sem hæfir vel til gróðursetningar trjáa. Besta trjátegundin fyrir Hólasand er rússalerki og vex það ótrúlega vel miðað við að Hólasandur er í 300-400 m hæð.

Á efstu myndinni má sjá lúpínuna og mófetann, undirstöður mikils fuglalífs á Hólasandi.

 

frett_17082010_12

Lúpínan hörfar á innan við 20 árum.

 









frett_17082010_13

Lerki kann ágætlega við sig í 350 m hæð á Hólasandi.

 









Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna