(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Kínversk stjórnvöld fullyrða að þau hafi náð því markmiði sínu að 20% af yfirborði landsins sé þakið skógi fyrir lok þessa árs. Árið 2050 stefna Kínverjar að því að skógur þeki 42% af yfirborði landsins sem er 95 sinnum stærra en Ísland. Er þetta mesta skógrækt sögunnar.

Breska dagblaðið Guardian gerir málinu skil en þar segir að skógræktin hafi fengið nafnið Græni múrinn, samanborið Kínamúrinn. Markmiðið sé að sporna gegn vaxandi eyðimerkurmyndun um leið og stuðlað sé að bindingu gróðurhúsalofttegunda frá kínverskum iðnaði. Eins og svo margt sem Kínastjórn skipuleggur eru tölurnar um umfangið allt að því stjarnfræðilegar. Segir þannig á vef Guardian að skógurinn sem á að rækta upp muni, ef áætlanir gangi eftir, þekja 400 milljónir hektara árið 2050. Kínverjar státi þegar af stærsta skógi sem ræktaður hafi verið frá grunni. Sá þekur um 500.000 ferkílómetra en til samanburðar er Ísland rétt rúmlega 100.000 ferkílómetrar. Annar mælikvarði á umfangið er að kínversk stjórnvöld sjá fyrir sér að skógartrefillinn nái frá Xinjiang-héraði í vestri til Heilongjiang-héraðs, alls 4.480 km leið, um miðja þessa öld. 


Frétt: Mbl.is
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir