Meistaravörn Helenu Mörtu Stefánsdóttur fer fram í Ásgarði, í Borgum á 2. hæð, á Hvanneyri, miðvikudaginn 2. júní kl. 14:00.

Verkefni Helenu nefnist „Flutningur og niðurbrot lífræns efnis á skóglausum og skógi klæddum vatnasviðum”. Helena er annar tveggja meistaranema í rannsóknaverkefninu SkógVatn. Prófdómari er Hákon Aðalsteinsson verkefnisstjóri vistfræðirannsókna hjá Landsvirkjun. Í meistaraprófsnefnd eru Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LbhÍ og Jón S Ólafsson sérfræðingur á Veiðimálastofnun og gestaprófessor við LbhÍ. Deildarforseti umhverfisdeildar, Ólafur Arnalds prófessor, stjórnar athöfninni.