Kjalnesingar vilja ræða græna trefilinn

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um græna trefilin verður rædd á opnum fundi með borgarfulltrúum sem Íbúasamtök Kjalarness hafa boðað til 10. nóvember. Íbúar eru hrifnir af uppgræðslunni í Esjuhlíðum og fagna skjólinu. Morgunblaðið fjallaði um málið í gær.

Frétt blaðsins er á þessa leið:


Íbúa­sam­tök Kjal­ar­ness hafa boðað til op­ins fund­ar með borg­ar­full­trú­um fimmtu­dag­inn 10. nóv­em­ber til að ræða framtíðar­sýn Reykja­vík­ur­borg­ar á „græna trefl­in­um“.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá íbúa­sam­tök­un­um, en tref­ill­inn mun vera sam­heiti yfir skóg­rækt­ar- og úti­vist­ar­svæði á út­mörk sveit­ar­fé­lag­anna sjö á höfuðborg­ar­svæðinu og svæðinu við og í næsta ná­grenni við Esj­una.

„Kjarni máls­ins er að borg­ar­stjór­inn lýsti því yfir fyr­ir um sex eða sjö vik­um síðan að hald­inn yrði fund­ur eft­ir sex vik­ur.

Við frétt­um af því að sá fund­ur yrði aðeins til kynn­ing­ar á verk­efn­inu en við vilj­um fyrst og fremst ræða framtíða græna tref­ils­ins, sú umræða þarf að fara fram fyrst,“ seg­ir Sigþór Magnús­son, formaður Íbúa­sam­taka Kjal­ar­ness, í sam­tali við mbl.is.

Í ág­úst­mánuði lögðust Íbúa­sam­tök Kjal­ar­ness al­farið gegn því að Reykja­vík­ur­borg und­ir­riti samn­ing um leigu á lóðum í hlíðum Esju í tengsl­um við áætl­an­ir fyr­ir­tæk­is­ins Esju­ferju ehf. um svif­braut á Esju.

Frétt mbl.is: Afþakka svif­braut á Esju

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að íbú­ar á Kjal­ar­nesi hafi ít­rekað beðið um fund hjá Reykja­vík­ur­borg varðandi hug­mynd­ir um fram­kvæmd­ir í Esju­hlíðum sem rími ekki við nú­gild­andi skil­grein­ingu á græna trefl­in­um.

Ekk­ert hafi orðið af því og þess vegna sé boðað til fund­ar­ins.

Íbúar hrifn­ir af upp­græðslunni


„Þetta er gíf­ur­lega mikið rask sem þeir voru að skipu­leggja án þess að hafa ákveðið framtíð græna tref­ils­ins. Sam­kvæmt hon­um eiga að vera litl­ar bygg­ing­ar, ef ein­hverj­ar, til að þjóna ferðamönn­um en í þessu til­viki erum við að tala um fleiri hundruð fer­metra,“ seg­ir Sigþór.

Ræða þurfi heild­ar­mynd­ina um skipu­lag upp­bygg­ing­ar á Esju­svæðinu því íbú­ar séu al­mennt hrifn­ir af upp­græðslu síðustu ára. 

„Íbúar eru al­mennt hrifn­ir af því að vera með upp­græðslu í fjall­inu og við finn­um fyr­ir því að sú gróður­setn­ing sem hef­ur farið fram und­an­far­in ár hef­ur skapað heil­mikið skjól fyr­ir íbúa og veg­far­end­ur.“

Vefur Morgunblaðsins