Árið 1985 var lögð út jarðvinnslu-, plöntugerðar- og gróðursetningarverkfæratilraun á fjórum stöðum á landinu fyrir styrk frá NSR. Staðirnir eru: Bugðlungavellir og Eiðar, austur á Héraði og á tveimur stöðum í Kollabæ. Gróðursettar tegundir voru: stafafura tvö kvæmi (Skagway og Stálpastaðir) og lerki þrjú kvæmi (Plesetskaja, Björkebo og Örnsk.v.). Tilraunin var mæld haustið 1987 og birtist grein um þær niðurstöður í Scandinavian jornal of forest research nr 5, 1990. Í apríl 2002 voru blokkirnar á Bugðlungavöllum og Eiðum að hluta til mældar. Settur var einn 100 m2 mæliflötur í miðju hverrar blokkar. Hæð og þvermál var mælt á lerki en einungis hæð hjá stafafuru. Ekki var skoðað hver áhrif plöntugerðar og gróðursetningarverkfæra hafa á lifun og vöxt plantnana, heldur var einungis skoðað áhrif jarðvinnslu. Hér á eftir eru birtar helstu niðurstöður út mælingunum 2002.

Mynd 1. Hlutfall dauðra plantna eftir mismunandi jarðvinnslu.

Mynd 2. Meðalhæð eftir mismunandi jarðvinnslu.

Mynd 3. Meðal- og árlegur vöxtur hjá lerki á Bugðlungavöllum og Eiðum.

Mynd 4. Rúmmál hjá lerki.