Þessir knáu skógarhöggsmenn voru að störfum í Jónsskógi í morgun, dönsku nemarnir Mathias og Freyja,…
Þessir knáu skógarhöggsmenn voru að störfum í Jónsskógi í morgun, dönsku nemarnir Mathias og Freyja, sem eru nú í verkþjálfun á Hallormsstað ásamt Hjalta, starfsmanni Skógræktar ríkisins.

Hagkvæmast að lokafella við 60-70 ára aldur

Þessa dagana er unnið að því að lokafella um helminginn af hinum svokallaða Jónsskógi á Hallormsstað. Þetta er 65 ára gamall reitur með síberíulerki af kvæminu Hakaskoja. Mælingar Lárusar Heiðarssonar skógræktarráðunautar sýna að vöxtur í Jónsskógi og sambærilegum lerkiskógum er orðinn afar hægur og því megi ætla að hagkvæmast sé að fella þá enda fari árleg viðarmyndun þá ört minnkandi. Af því má ráða ræktunarlota lerkis sé 60-70 ár frekar en 80-100 eins og hingað til hefur verið áætlað.

Lokahögg er kallað þegar skógur telst vera fullvaxinn, trén eru felld og ný gróðursett í staðinn eða látin vaxa upp af fræi. Lokahögg er því endurnýjun skógarins og á þessu stigi skógræktarinnar fást mestar tekjur af viðnum. Tilgangurinn með lokahöggi er þó ekki eingöngu að uppskera verðmæti eftir áratuga ræktunarstarf. Með lokahögginu eru fjarlægð tré sem vaxa orðið lítið vegna aldurs svo að ná megi upp hraðri viðarmyndun á ný með ungum trjám í örum vexti. Í raun er þetta ekki ólíkt því sem gert er í allri annarri ræktun nema hvað skógræktin tekur lengri tíma.

Þrír fasar skógræktar

RJafnvel þótt þetta sé fremur lélegt kvæmi af síberíulerki gefur það nú nýtanlegan smíðavið. Ljósmynd: Þór Þorfinnssonæktun nytjaskóga má skipta niður í 3 tímabil eða fasa. Skógræktarmenn tala um gróðursetningarfasa, vaxtarfasa og endurnýjunarfasa. Næstum allir skógar á Íslandi eru annað hvort á gróðursetningarfasa eða vaxtarfasa og því er lokahögg framandi hugtak flestum Íslendingum. Þó eru til hérlendis skógarteigar sem komnir eru á endurnýjunarfasa. Dæmi um það er áðurnefndur Jónsskógur á Hallormsstað sem nú er verið að endurnýja, kenndur við Jón Jósep Jóhannesson, kennara og skógræktarfrömuð.

Lerki á sér yfir 70 ára sögu í skógrækt hérlendis og ágætlega hefur verið fylgst með vexti þess, sérstaklega á Fljótsdalshéraði. Þar eru til raðir mælinga sem lýsa þvermáls- og hæðarvexti lerkiskóga í yfir 60 ár auk annarra styttri mælingaraða. Úr þessum upplýsingum hafa verið gerðar vaxtarjöfnur sem lýsa vexti lerkis á mismunandi aldri og á misfrjósömu landi. Jöfnurnar hafa verið settar inn í forrit sem heitir Arborex. Í því er reikniriti (simulator) sem gerir kleift að sjá hvernig mismunandi fjöldi grisjana hefur áhrif á fjárhagslega útkomu ræktunarinnar. Það mikilvægasta er þó að sjá hvenær er hagkvæmast að endurnýja skóginn og byrja nýja lotu.

Lerkilotan styttri en áður var áætlað

MMælingar og útreikningar með Arborex-forritinu sýna að Jónsskógur er kominn fram yfir þann tíma sem hagkvæmast er að lokafella skóginn. Ljósmynd: Þór Þorfinnssoneð hjálp þessara mælinga og útreikninga sést að Jónsskógur er kominn yfir þann tíma sem hagkvæmast hefði verið að fella skóginn. Áður en jöfnurnar voru gerðar ímynduðu menn sér að ræktunarlotan í lerkirækt væri 80 ár og jafnvel allt að 100 árum. Nú hefur hins vegar komið í ljós að lotan er mun styttri, sextíu til sjötíu ár. Meiningin er að vinna sambærilegar jöfnur fyrir aðrar helstu trjátegundir í skógrækt á Íslandi og verður spennandi að sjá hversu löng ræktunarlota þeirra reynist vera.

Lárus Heiðarsson, skógræktarráðunautur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum, segir að í lerkirækt sé fjárhagslega hagkvæmast að millibilsjafna skóginn ungan, grisja hann tvisvar sinnum eftir það og framkvæma lokahögg eftir 60 ár frá gróðursetningu eða ríflega það.

Vel hefur viðrað til verka í skógunum á Héraði í haust og snjór ekki enn til trafala. Ljósmynd: Þór ÞorfinnssonÞó beri að hafa í huga að í nytjaskógrækt skipti miklu máli að lokahögg fari fram þegar það gefur mestan fjárhagslegan arð og þar komi fleira til en rúmmálsvöxturinn. Breytilegt geti verið eftir ytri aðstæðum hverju sinni hvenær best sé að fella skóginn, ekki síst timburverði og eftirspurn, en einnig eftir gæðum viðarins, hversu bein og sver trén eru. Ytri aðstæður urðu einmitt til þess að ákveðið var að ráðast í lokahögg í Jónsskógi einmitt núna. Þessar ytri aðstæður voru aukin eftirspurn. Viðurinn sem fellur til í Jónsskógi verður flettur í þykka planka sem notaðir verða í burðarvirki fyrirhugaðs ásatrúarhofs í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Lélegt lerki en árangur samt

Þrátt fyrir að lerkið í Jónsskógi sé síberíulerki gefur það nú góðan smíðavið. Síberíulerki er ekki lengur notað í skógrækt hérlendis því það hefur víða orðið fyrir miklum afföllum og það sem hefur lifað gjarnan verið kræklótt, margstofna og viðkvæmt fyrir sjúkdómum og annarri ágjöf. En úr því að lélegt lerkikvæmi gefur nú af sér verðmætar afurðir má gera ráð fyrir að afraksturinn af betra lerki verði enn meiri.

Línuritið sýnir rúmmálsvöxt í ótilteknum skógi á misfrjóu landi. Svarta línan sýnir vöxt skógarins frá ári til árs, svokallaðan hlaupandi vöxt. Rauða línan sýnir meðalársvöxt, meðaltal árlegs vaxtar fram að tilteknu ári. Gróskuflokkur 27,8 þýðir að á viðkomandi landi á lerki að ná 27,8 metra yfirhæð á 80 árum. Meðalársvöxtur er mestur þegar lína hlaupandi vaxtar sker hana og er þá undir flestum kringumstæðum hagkvæmast að fella skóginnÁ meðfylgjandi línuritum er sýndur rúmmálsvöxtur í ótilteknum skógi á misfrjóu landi. Gróskuflokkur 27,8 þýðir að á viðkomandi landi má  búast við að lerki nái 27,8 metra yfirhæð á 80 árum en gróskuflokkur 20,3 á við rýrara land þar sem yfirhæðin yrði 20,3 metrar á jafnlöngum tíma. Svarta línan sýnir vöxt skógarins frá ári til árs, svokallaðan hlaupandi vöxt. Rauða línan sýnir meðalársvöxt, meðaltal árlegs vaxtar fram að tilteknu ári. Þar sem línurnar skerast er kominn tími til að huga að endurnýjun skógarins.

Venjulega er skógurinn þó látinn vaxa eitthvað áfram. Það er kallað ávöxtunartímabil í Skandinavíu og er um 5-20 ár eftir eftir t.d. markaðsaðstæðum, kynslóðaskiptum á bújörðum og fleiri þáttum. Ef engin þörf er fyrir efnið eða lágt verð á markaði má geyma það úti í skógi þar sem það ávaxtar sig. Oft er borið á skóg eftir síðustu grisjun, um það bil við 50 ára aldur, til að auka verðmætavöxtinn á ávöxtunartímabilinu. Á línuritunum sést að gróskuflokkur 27,8 nær hámarksvexti á milli 20 og 30 ára aldurs og línurnar skerast við rúmlega 40 ára aldur. Í gróskuflokki 20,3 gerist þetta nokkru seinna og yrði enn seinna á enn rýrara landi.

Margt er þó enn óljóst um hvernig skógar á Íslandi verða nytjaðir þegar fram líða stundir. Reynslan á eftir að sýna okkur hversu háa eða gamla við getum látið skógana okkar verða. Líklegt er að veðurfar á landinu muni stýra því að einhverju leyti hvenær skógarnir verða endurnýjaðir með lokahöggi og endurræktun. Hávaxnir skógar eru viðkvæmari fyrir stormfalli en lægri skógar. Við stormfall brotna tré og verðmætur viður eyðileggst. Tryggingar bæta ekki slíkt tjón. Ef til vill verður þróunin sú að hér verði skógar ekkert grisjaðir þegar trén eru orðin hærri en 10-12 metrar.

Felldur skógur með trjábolum og greinum liggjandi og snjóföl yfir

Hér sjást stærðarhlutföllin vel. Þessi 65 ára gamli lerkiskógur er nú felldur til að útvega við í nýtt hof ásatrúarmanna í Reykjavík. Ljósmynd: Þór Þorfinnsson

Texti: Pétur Halldórsson
Heimild: Lárus Heiðarsson
Myndir: Þór Þorfinnsson