Í vikunni úthlutaði Menningarráð Austurlands styrkjum til tæplega hundrað menningarverkefna og eitt þeirra var samstarfsverkefnið Loftslagsupplýsingasvæfillinn.

Um er að ræða landslagsverkefni sem beinir athygli fólks að flokkun upplýsinga í umræðu um loftslagsmál. Á okkur dynja upplýsingar, mótsagnakenndar staðreyndir og mismunandi vísindalegar upplýsingar sem settar eru fram sem sannleikur séu. Við neyðumst til að sía upplýsingarnar og nota þá athygli okkar, skilning og minni til að velja úr því sem berst að, svo að við getum staðið af okkur þennan straum. Ómælt upplýsingamagnið og framsetning þess geta haft öfug áhrif og beinlínis lokað fyrir og leitt af sér áhugaleysi og magnleysi.

"Listamennirnir munu með stuttum, upplýsandi textum úr loftslagsumræðunni sem settir eru í faglegt, listrænt og fagurfræðilegt samhengi í öðru rúmi, opna áhorfandanum möguleika á að íhuga loftslagsmálin við aðstæður þar sem hann/hún tekur við án síunar og notar öll skynfæri," eins og segir í lýsingu verkefnisins. "Þannig mun verkefnið samþætta framsetningu samtímalistarinnar í landslagslistinni í mörgum rúmum/lögum og taka áhorfandann með í verkið."

Listsýningin verður sett upp í Danmörku, Svíþjóð og á Hallormsstað í júní næstkomandi sumar.


Meðfylgjandi mynd er frá undirbúningi listamannanna.