Hér er að finna upplýsingar um þau námskeið sem Garðyrkjuskólinn og
Skógrækt ríkisins verða með á árinu 2002 í námskeiðaröðinni; "Lesið í
skóginn og tálgað í tré". Haldin verða 28 námskeið
víðsvegar um landið, nokkur grunnnámskeið, ný og spennandi framhaldsnámskeið
og tvö vikunámskeið í sumar.

Hér er um virkilega skemmtileg námskeið að ræða sem hafa slegið í gegn, enda
efnistökin áhugaverð og leiðbeinendurnir góðir.  Meðfylgjandi er mynd af
leiðbeinendunum en þeir eru, talið frá vinstri: Guðmundur Magnússon, Páll
Kristjánsson, Margrét Guðnadóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Ólafur G.E.
Sæmundsen og Ólafur Oddsson.

Ef þú  hefur áhuga á að skrá þig á eitthvað af þessum námskeiðum borgar sig að
gera það sem allra fyrst því reynslan hefur sýnt okkur að þau eru fljót að
fyllast.  

Það er hægt að skrá sig í síma Garðyrkjuskólans, 480-4300 eða í netföngin; mhh@reykir.is og oli@skogur.is

Lesið í skóginn og tálgað í tré

- Yfirlit yfir námskeið ársins 2002 -


Dagar: Staður:
16. - 17. febrúar Garðyrkjuskólinn  - grunnnámskeið
23. - 24. febrúar Garðyrkjuskólinn - körfu og gardínugerð -
framhaldsnámskeið
2. - 3. mars Garðyrkjuskólinn - húsgagnagerð - framhaldsnámskeið (fyrri
hluti)
2. - 3. mars Reykjavík - fígúratívur tréskurður og flautugerð -
framhaldsnámskeið
9. mars Reykjavík - skefting handverkfæra - framhaldsnámskeið
16. - 17. mars Garðyrkjuskólinn - húsgagnagerð - framhaldsnámskeið (síðari
hluti)
26. - 27. mars Reykjavík - fígúratívur tréskurður og flautugerð -
framhaldsnámskeið
6. - 7. apríl Reykjavík - grunnnámskeið
20. - 21. apríl Akureyri - skeiðar, bollar/ausur, göngustafir og galdrasópar
(framhaldsnámskeið)
13. - 14. apríl Garðyrkjuskólinn - körfu og gardínugerð - framhaldsnámskeið

13. - 14. apríl Grunnnámskeið - Akureyri
4. - 5. maí Hornafjörður - grunnnámskeið
18. - 19. maí Tumastaðir - framhaldsnámskeið fyrir Vestmanneyinga
25. maí Reykjavík - skefting handverkfæra - framhaldsnámskeið
25. - 26. maí Ísafjörður - grunnnámskeið
25. - 26. maí Varmahlíð - grunnnámskeið
10. - 14. júní Vikunámskeið á Flúðum/Steinahlíð
8. - 12. júlí Garðyrkjuskólinn - vikunámskeið fyrir alla fjölskylduna

13. - 14. júlí Reykjavík - fígúratívur tréskurður og flautugerð -
framhaldsnámskeið
10. - 11. ágúst Reykjavík - fígúratívur tréskurður og flautugerð -
framhaldsnámskeið
14. - 15.sept. Reykjavík - grunnnámskeið
14. - 15. sept. Garðyrkjuskólinn - körfu og gardínugerð - framhaldsnámskeið

21. sept. Reykjavík - skefting handverkfæra - framhaldsnámskeið
21. - 22. sept. Keflavík - grunnnámskeið
12. október Garðyrkjuskólinn - körfu og gardínugerð - framhaldsnámskeið

19. - 20.október Garðyrkjuskólinn - skeiðar, bollar/ausur,
göngustafir og galdrasópar
25. - 27.október Garðyrkjuskólinn - fígúratívur tréútskurður
2. nóvember Garðyrkjuskólinn - skefting handverkfæra - framhaldsnámskeið

Lesið í skóginn og tálgað í tré

-lýsing á námskeiðunum -

Tálgutækni, viðarfræði  og skógarlestur - grunnnámskeið

Dagar og staðir: 

16. - 17. febrúar - Garðyrkjuskólinn (Ólafur Oddsson og Guðmundur Magnússon)
6. - 7. apríl - Reykjavík  (Ólafur Oddsson og Bjarni Þór)
20. - 21. apríl - Akureyri (Ólafur Oddss og Guðmundur Magnússon)
4. - 5. maí - Hornafjörður (Ólafur Oddsson og Guðmundur)
25. - 26. maí - Varmahlíð í Skagafirði (Ólafur Oddsson og Guðmundur)
25. - 26. maí - Ísafjörður (Ólafur Sæmundsen og Bjarni Þór)
8. - 9. júní  - Garðyrkjuskólinn / ætlað sumarbústaðaeigendum (Ólafur
Sæmundsen og Bjarni Þór)   
 8. - 9. júní - Flúðir / ætlað sumarbústaðaeigendum (Ólafur Oddsson og
Guðmundur)
14. - 15. september - Reykjavík (Ólafur Oddsson og Guðmundur)
22. - 22. september - Keflavík (Ólafur Sæmundsen og Bjarni Þór)


Tími: 10:00 til 18:00 báða dagana.
Þátttökugjald:  16.000 krónur.
Leiðbeinendur:  Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum, Ólafur Oddsson
og Ólafur G.E. Sæmundsen frá Skógrækt ríkisins og Bjarni Þór Kristjánsson,
smíðakennari. Þeir skipta námskeiðunum á milli sín, tveir og tveir saman.
Lýsing:  Á grunnnámskeiðinu lærir þú að lesa í margbreytileg form trjánna og
velja efni til ólíkra nota. Þú vinnur með ferskan við með hníf og exi, lærir
að brýna og hirða bitverkfæri. Þú lærir tækni sem er örugg, létt og
afkastamikil. Fjallað er um einkenni og eiginleika íslenskra viðartegunda og
undirstöðuatriði viðarfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu. Þú kynnist
íslenskri skógræktarsögu og skógarmenningu.  Fjallað er um ýmsar
þurrkunaraðferðir og geymslu viðar. Gerðir eru nokkrir nytjahlutir/ gripir
og bent á ýmsa  aðra nýtingarmöguleika.

Körfu- og gardínugerð - framhaldsnámskeið af grunnnámskeiðunum

Dagar og staðir:  23. og 24. febrúar  - Garðyrkjuskólinn
       13. og 14. apríl - Garðyrkjuskólinn
       14. og 15. september - Garðyrkjuskólinn
       12. og 13. október - Garðyrkjuskólinn

Tími: 10:00 til 16:00 báða dagana.
Þátttökugjald: 15.000 krónur.  Efni og kennslugögn innifalin í verði, kaffi
og meðlæti.
Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir körfugerðarkona  og leikskólakennari.
Margrét dvaldi í Bandaríkjunum í 6 ár og stundaði þar listnám og lærði
körfugerð hjá virtustu körfugerðarfólki Bandaríkjanna.
Lýsing:  Námskeiðið  er byggt ofan á grunnnámskeiðin og gerir því kröfur til
þátttakenda um lágmarks kunnáttu og færni í  tálgutækni og ferskum
viðarnytjum. Unnið er með ákveðin skyldustykki og bent á ýmsa
nýtingarmöguleika í  efnis- og verkefnavali með grannt greinaefni og
ferskar viðarnytjar beint úr náttúrunni. Notað er efni sem auðvelt er að
nálgast vegna grisjunar og umhirðu garða og skógarreita. 
Hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 10.

 Húsgagnagerð  - framhaldsnámskeið af grunnnámskeiðunum

Dagar og staðir:  2. - 3. mars - Garðyrkjuskólinn.(fyrri
hluti)
     16. - 17. mars - Garðyrkjuskólinn (síðari
hluti).

Tími: 10:00 til 17:00 báða dagana.
Þátttökugjald: 25.000 krónur.
Leiðbeinendur:  Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum og Ólafur
Oddsson frá Skógrækt ríkisins.
Lýsing:  Námskeiðið er ætlað þeim sem náð hafa góðum tökum á tálgutækninni
og geta unnið nokkuð sjálfstætt.  Þú lærir að velja efni í húsgögn, vinna
efnið  og setja saman eftir gamalli tækni sem kölluð er "þurrt í blautt"
aðferðin.   Unnið er með ákveðin verkefni sem opna leiðir fyrir frekari
vinnu í húsgagnagerð í  anda "sveitasælunnar" og
sumarbústaðarrómantíkurinnar. Námskeiðið er tvískipt og þurfa að líða tvær
vikur á milli fyrri og síðari hluta.  Ástæðan er sú að þurrka þarf hluta þess
efnis sem unnið er í fyrri hlutanum til að nota í þeim síðari.

Skefting handverkfæra - framhaldsnámskeið af grunnnámskeiðunum

Dagar og staðir:  9. mars  - Reykjavík.
      25. maí - Garðyrkjuskólinn.
      21. september - Reykjavík.       
                  2. nóvember - Garðyrkjuskólinn.

Tími:  10:00 til 16:00.
Þátttökugjald:  8.000 krónur.  Efni og námsgögn innifalin, kaffi og meðlæti.
Leiðbeinandi:  Páll Kristjánsson, hnífasmiður.  Hann hefur langa reynslu af
hnífasmíði og vinnu með járn og við.
Lýsing:   Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir við að skefta handverkfæri.
Annars vegar að nota ferskt efni og hins vegar þurrkað. Þátttakedur læra að
velja efni til ákveðinna nota, vinna sköftin, festa þeim og ganga frá
endanlegu formi og áferð. Unnið er með skyldustykki en þátttakedur geta
einnig komið með sín eigin verkfæri og skeft þau á seinni hluta námskeiðsins
s.s. skóflu, klippu eða hamar, skrúfujárn eða hníf.  Notaðar eru nokkrar
viðartegundir og  fjallað um  kosti þeirra og eiginleika. Byggt er á
þekkingargrunni  námskeiðanna "Lesið í skóginn og tálgað í tré".
Hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 10.

Fígúratívur tréskurður og flautugerð - framhaldsnámskeið af
grunnnámskeiðunum

Dagar og staðir:

2. - 3. mars - Reykjavík.
13. - 14. júlí - Garðyrkjuskólinn.
10. - 11. ágúst - Garðyrkjuskólinn.
26. - 27. mars - Reykjavík.

Tími: 10:00 til 16:00 báða dagana, allar helgarnar.
Þátttökugjald:  15.000 krónur á námskeið.
Leiðbeinandi:   Bjarni Kristjánsson, smíðakennari.  Bjarni hefur stundað
útskurð og tálgun í 30 ár og kennt útskurð síðustu 20 ár. Hann er menntaður
smíðakennari frá KHÍ og starfar sem slíkur. Hann hefur lagt sig eftir
þekkingu á gömlu handverki og smíði verkfæra til þess.
Lýsing:  Byrjað er á gerð flautu og hún skreytt með þeim handbrögðum sem
notuð verða í fígúratívu tálguninni, um er að ræða afbrigði af þeim
hnífsbrögðum sem gennd voru á grunnnámskeiði. Lesið í efnið ( í þessu
tilfelli birki) og spáð í þá möguleika sem þar búa. Byrjað verður á andliti
og kannað hvaða þrívídd og flatafræði liggur að baki því. Að lokum verður
farið í gerð einfaldrar mannsmyndar. Kynntir verða nýjir hnífar til
sögunnar, auk þess sem skerpt verður á brýningunni og þurrkunaraðferðum.
Hámarksjföldi þátttakenda miðast við 10.

Gerð skeiða, bolla/ krúsa, göngustafa  og galdrasópa - framhaldsnámskeið af
grunnnámskeiðunum

Dagar og staðir: 

13. - 14. apríl - Akureyri.
19. - 20. október - Garðyrkjuskólinn.

Tími:  10:00 til 18:00 báða dagana.
Þátttökugjald:  16.000 krónur á námskeið.
Leiðbeinendur: Guðmundur Magnússon og Ólafur Oddsson.
Lýsing: Námskeiðið er fyrir þá sem sótt hafa grunnnámskeið í tálgun og
þekkja til skógarlestur og  vinnu með ferskan við. Á námskeiðinu lærir þú að
nota bjúghnífa og  önnur verkfæri sem henta við að hola tré.  Lesið er í
form efnisins og það látið ráða notagildinu. Notaður  er íslenskur ferskur
viður  s.s. birki, selja, ösp, víðir, greni og fura.

Lesið í skóginn og tálgað í tré - framhaldsnámskeið fyrir Vestmanneyinga

Dagar:  18. og 19. maí (laugardagur og sunnudagur).
Staður: Tumastaðir í Fljótshlíð.
Tími:  10:00 til 18:00 báða dagana.
Þátttökugjald: 16.000 krónur.
Leiðbeinendur:  Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum og Ólafur
Oddsson frá Skógrækt ríkisins.
Lýsing: Námskeiðið er ætlað þeim þátttakendum sem sóttu grunnnámskeið í
Vestmannaeyjum haustið 2001. Námskeiðið byggist á fyrirfram ákveðnum
verkefnum og frjálsum spuna að ósk þátttakenda.
Lesið verður í fjölbreyttan skóg Tumastaða og fjölþætt notagildi íslensku
trjátegundanna og verkefnin valin m.t.t. þess.
Skógarmenning og upplifanir verður að finna í dagskránni inn á milli
verklegra þátta.

Lesið í skóginn og tálgað í tré - bekkir, borð, tillur o.fl. í garðinn og
sumarbústaðinn -  vikunámskeið á Flúðum með skógarferðum í Haukadalsskóg

Dagar: 10. - 14. júní (mánudagur til föstudags).
Staður: Flúðir/Steinahlíð
Tími: 09:00 til 17:00 alla dagana.
Þátttökugjald: 25.000 krónur (fæði og gisting ekki innifalið)
Leiðbeinendur:  Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum og Ólafur
Oddsson frá Skógrækt ríkisins.
Lýsing: Valið er efni í ýmiss konar, borð, bekki, tillur o.fl. sem hentar
vel í garðinn, á svalirnar eða í sumarbústaðinn. Efnið er unnið, þurrkað og
sett saman á námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað þeim sem sótt hafa grunnnámskeið og hafa þjálfað sig í
tálgutækninni og unnið með ferskan við.
Farið verður í skógarferðir í Haukadalsskóg, lesið í skóginn, unnin verkefni
sem lúta að upplifun og sköpun í skógi.

Lesið í skóginn og tálgað í tré - vikunámskeið fyrir alla fjölskylduna í
Garðyrkjuskólanum

Dagar: 8. til 12. júlí (mánudagur til föstudags).
Staður: Garðyrkjuskólinn.
Tími: 09:00 til 17:00 alla dagana.
Þátttökugjald: 25.000 krónur á mann (fæði og gisting ekki innifalinn)
Leiðbeinendur: Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum og Ólafur
Oddsson frá Skógrækt ríkisins o.fl. kennarar.
Lýsing: Námskeiðið er ætlað fjölskyldufólki, foreldrum/ fullorðnum og börnum
frá 8- 12 ára aldri. Kennd verða undirstöðuatriði í tálgutækni, skógarlestri
og vinnu með ferskan við. Farið er í skógarferðir, skógarvistfræðin kynnt og
skoðað skordýra- og  fuglalíf, unnið að skógarhirðu og grisjun og verkefni
sem lúta að upplifun og sköpun í skógi, s.s. ljóðagerð, matseld við
frumstæðar aðstæður og rýnt í form, liti, lykt og jurtir og bragð beint úr
náttúrunni.
Hámarksfjöldi: 20.