Garðyrkjudeild borgarinnar heldur námskeið um skógarlestur og viðarnytjar fyrir alla starfsmenn sína. 22 starfsmenn frá þremur deildum tóku þátt í þessu námskeiði en næsta fimmtudag og föstudag mun næsti hópur mæta til leiks og þá í Fossvoginum.

Það eru þeir Guðmundur Magnússon og Ólafur Oddsson sem leiða námskeiðið sem byggir á því að kenna starfsmönnum garðyrkjudeildarinnar að meðhöndla grisjunarefnið svo það geti sem best nýst í grunnskólafræðslunni en einnig er þeim kennt að tálga og vinna með ferskan við í smíði sér til gagns og gamans.  Námskeiðið var haldið í bækistöð austurbæjardeildarinnar hjá Guðsteini í Árbænum.