Haldið var í Vestmannaeyjum um helgina námskeiðið, Lesið í skóginn og tálgað í tré á vegum Skógræktarfélagsins í Vestmannaeyjum, Skógræktarinnar og Garðyrkjuskólans.

Námskeiðið sóttu 11 hressir Eyjastrákar sem tóku tálguverkefnin af mikilli festu og áhuga.

Hópurinn hafði á orði að halda áfram að hittast og stefnt er að því að fara í skólaferðalag í vor til Tumastaða til að geta betur lesið í skóginn og upplifað skógarstemmninguna.