Í liðinni viku hélt Þjónusumiðstöð Breiðholts fræðslufund fyrir leik- og grunnskóla í Breiðholtinu um útinám. Þar kynnti verkefnisstjóri Lesið í skóginn, Ólafur Oddsson, skógartengt útinám, Helena Óladóttir kynnti Náttúruskóla Reykjavíkur, Sigríður Anna Skúladóttir kynnti útinám Árbæjarskóla og tveir leikskólar í Breiðholtinu kynntu reynslu sína af útinámi. Um 70 kennarar sóttu fundinn. Í framhaldinu munu Lesið í skóginn og Náttúruskólinn að öllum líkindum bjóða leik- og grunnskólakennurum í Breiðholtinu upp á námskeið um leið og nýir grenndarskógar verða teknir í notkun á því svæði en enginn skóli í Breiðholtinu er með formlegan grenndarskóg.

Mynd og texti: Ólafur Oddsson