Á morgun miðvikudag verða haldin tvö námskeið fyrir kennara í skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn á Mógilsá.  Annað námskeiðið er framhald af smíðakennaranámskeiði sem haldið var 19. sept. og hitt er nýtt námskeið fyrir náttúrufræðikennara og umsjónakennara um útinám í skógi.  Kennarar á því námskeiði eru Guðmundur Halldórsson, Sigrún Helgadóttir og Stefán Bergmann.  Myndin er tekin þegar farið var með þátttakendur í skóg og þeim kennt að sækja og nýta grisjunarefni úr skógi. 20 kennarar eru skráðir á námskeiðin frá 10 skólum.