Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skógræktarráðunaut á Vesturlandi.  Starfið fellst í ráðgjöf, áætlanagerð, eftirliti og fræðslu til þeirra aðila sem stunda skógrækt á Vesturlandi.  Óskað er eftir einstaklingi með háskólagráðu í skógfræði eða tilsvarandi menntun og reynslu.

Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf skal skila til aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egilsstaðir, fyrir
25. nóvember 2001.

Nánari upplýsingar veita Jón Loftsson skógræktarstjóri, eða Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri Egilsstöðum sími 471-2100