Nýgróðursett skógarplanta. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Nýgróðursett skógarplanta. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Leitað er að skógræktarráðgjafa í starfstöð Skógræktarinnar í Hvammi, Skorradal. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 6. mars.

Auglýsing fyrir starf skógræktarráðgjafa á VesturlandiHelstu verkefni og ábyrgð

 • Áætlanagerð og ráðgjöf
 • Grunnkortlagning, gerð ræktunar og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur
 • Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða í skógfræði er nauðsynleg
 • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Færni í notkun Office-hugbúnaðar
 • Færni í notkun ArcGIS-hugbúnaðar er æskileg
 • Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg
 • Reynsla af skógrækt og skógarvinnu er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 6. mars.

Skógræktin er með starfstöðvar í öllum landshlutum. Á Vesturlandi er aðalstarfstöð Skógræktarinnar í Hvammi Skorradal þar sem öll aðstaða er nýuppgerð og til fyrirmyndar. Þar er aðsetur skógarvarðarins á Vesturlandi og starfsmanna hans sem sinna þjóðskógunum í landshlutanum. Þar eru einnig til húsa skógræktarráðgjafar sem sinna Vesturlandi.

Markmið Skógræktarinnar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar sé starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og skógargeirans alls.

Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.03.2023

Nánari upplýsingar veitir

Hrefna Jóhannesdóttir, sviðstjóri skógarþjónustu - hrefna.johannesdottir@skogur.is

Sækja um starfið á Starfatorgi