Samstarf Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Ártúnsskóla heldur áfram. Um daginn buðu nemendur Ártúnsskóla þátttakendum á tálgunámskeiðinu í grenndarskóginn og lásu m.a. fyrir þau ljóð og gáfu þeim eldbakað brauð og kakó í skóginum. Nú var komið að því að bjóða nemendum í 5. bekk skólans í heimsókn í Hraunbæ 105 þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku.

Kynslóðirnar tvær sátu þar saman og tálguðu músarindla og yngri kynslóðin naut aðstoðar sér reyndari tálgurum og var ekki annað að sjá en vel færi á með þeim. Gestgjafarnir sýndu gripi sína og sögðu frá reynslu sinni af tálgun fugla og margs annars sem þau höfðu gert í vetur. Næsta miðvikudag kemur nýr hópur frá skólanum í heimsókn í Hraunbæinn.
Kynslóðirnar halda síðan sameiginlega sýningu í lok maí á þeim fjölmörgu gripum sem þau hafa verið að vinna að undanförnu. Gestirnir þáðu veitingar og fóru glaðir aftur í skólann.

frett_14052010_1

frett_14052010_3

frett_14052010_4


Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins