Undirbúningsvinna við tæknivædda kurlkyndistöð á Hallormsstað er nú á lokastigi. Á fjárlögum 2009 samþykkti Alþingi fjögra miljón króna fjárveitingu í verkefnið. Búið er að stofna hlutafélagið Skógarorka ehf um rekstur kyndistöðvarinnar og verið er að semja um verð á kurlkyndara frá Þýskalandi. Hráefnið mun koma úr Hallormsstaðaskógi og nálægum bændaskógum. Gert er ráð fyrir að kyndistöðin þurfi árlega um 600 rúmetra af timbri sem gera um 1400 rúmmetra af viðarkurli. Gert er ráð fyrir að kyndistöðin verði virkjuð í haust.