(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Í gær, fimmtudaginn 20. nóvember, var kyndistöð formlega opnuð á Hallormsstað.

Stöðin notar viðarkurl úr næsta nágrenni og þjónar í fyrsta áfanga grunnskóla, íþróttahúsi, sundlaug og hóteli. Kyndistöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Heildargrunnflötur stöðvarinnar er um 100 m². Kurlketillinn kemur frá þýska fyritækinu Heizomat sem hefur áralanga reynslu af framleiðslu viðarofna. Orkuþörf er um 1400 m³ af kurli á ári eða 560m³ af timbri. Stofnað hefur verið hlutafélagið Skógarorka og mun það sjá um rekstur kyndistöðvarinar. „Viðarkynding er kolefnishlutlaus orkugjafi. Tré sem er kurlað og brennt losar einungs það kolefni sem bundið var í því. Fengi tréð að standa áfram, losnar sama kolefnið út í andrúmsloftið þegar það deyr og fúnar,” segir á vefsíðu Skógarorku.

Með kyndistöðinni skapast störf í nálægum skógum við skógarhögg en grisjunarviðurinn verður keyptur af skógarbænum. „Til verður nýr markaður fyrir nýja afurð á Íslandi, þ.e. fyrir hráefni fyrstu grisjunar til orkuframleiðslu. Það hefur fjárhagslega, jafnt sem sálræna, þýðingu fyrir skógræktargeirann í heild sinni. Verkefnið stuðlar með beinum hætti að grisjun skóganna og þá um leið verðmætara timbri seinna meir," segir auk þess á vefsíðunni.


Hér að neðan má sjá svipmyndir frá opnuninni í gær.

Opnun kyndistöðvarinnar


Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógarorku


Opnun kyndistöðvarinnar


Nemendur Hallormsstaðaskóla sungu við opnunina


Gestir á opnuninni


Dominik Röser afhendir Skógarorku gjafir


Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra


Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógarorku og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra


Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra opnar kyndistöðina


Gestir skoða kyndistöðina


Gestir skoða kyndistöðina


Texti og myndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins