(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Skógrækt ríkisins á Hallormsstað óskar eftir tilboði í kurlun og flutning að kyndistöð. Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboði í kurlun á grisjunarvið á Hallormsstað og nálægum jörðum og flutningi að  kurlkyndistöð Skógarorku ehf á Hallormsstað. Kurlun fer fram við skógarvegi úr stæðum í skógi. Verktaki sér um að flytja kurlið samstundis frá kurlunarstað og sturta því í kurlhlöðu við kyndistöð.  Ekki má geyma kurlið úti. Lengsta vegalengd frá kurlunarstað að kyndistöð er um 9 km. Tilboðum skal skila inn sem krónutölu á rúmmálseiningu kurls (kr/m3) með VSK.

Kurla þarf u.þ.b. 560 fast m3 af viði sem gerir um 1.400 m3 af kurli. Þvermál bola til kurlunar er allt að 30 cm. Stærð kurls (mesta lengd) þarf að vera 20-70 mm. Mikilvægt er að ekki leynist stórir kubbar í kurlinu sem stöðvað geta mötunarbúnað kyndistöðvarinnar.

Verktaki sér um að skila  sýnum til rakamælinga við hverja kurlun.Verktaki verður að sjá til þess að aldrei vanti kurl í stöðina.  Starfsmaður Skógarorku ehf lætur verktaka vita þegar um 50 m3 af kurli eru eftir í hlöðunni og verður hann að bregðast við áður en það klárast. Gera má ráð fyrir að kurla þurfi á eins til tveggja mánaða fresti en það er háð árstíðabundinni notkun.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Skógræktar ríkisins Hallormsstað eða senda í tölvupósti á thor[hjá]skogur.is fyrir 31. mars 2010. Tilboðin verða opnuð á sama stað 31. mars 2010 kl. 13:00. Nánari upplýsingar veitir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi: thor[hjá]skogur.is