Þótt enn séu tæpir tveir mánuðir til jóla er jólaundirbúningurinn hafinn hjá Skógrækt ríkisins. Á Vesturlandi eru starfsmenn byrjaðir að fella jólatré. Um er að ræða torgtré á bilinu 3 - 10 m á hæð sem fara til sveitarfélaga og stofana. Flest trén verða sett upp fyrir fyrsta sunnudag í aðventu en hann verður 27. nóvember.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þá Gísla Má Árnason, Gísla Baldur Henrysson, Orra Frey Finnbogason og Valdimar Reynisson að störfum.

 frett_28102011_3

frett_28102011_1

Myndir og texti: Birgir Hauksson, skógarvörður á Vesturlandi