(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Skógrækt ríkisins býður ykkur velkomin í skógana fyrir jólin til að velja rétta jólatréð. Slík ferð er orðin að föstum lið í jólaundirbúningi margra.








Austurland

Jólatrjáasala fer fram í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 16. desember frá kl. 12:00 - 15:00. Til sölu verður blágreni úr reit. Allar stærðir, eitt verð. Ketilkaffi og skógarlummur í boði.

Suðurland

Jólatrjáasala fyrir almenning fer fram í Haukadalsskógi 8. og 22. desember, á milli kl. 11:00-16:00. 0-2 m há tré kosta 4.500 kr. og 2-3 m há tré 5.500 kr. Dagana 9., 15. og 16. desember verður aðeins opið í jólatrjáasölu fyrir gesti úr jólahlaðborðinu á Hótel Geysi.

Norðurland

Jólatrjáasala verður ekki í boði á Vöglum að þessu sinni.

Vesturland

Jólatrjáasala fer fram í Selskógi í Skorradal helgina 15. - 16. desember, á milli kl. 11:00 og 16:00.

  • Skógræktarfélög um allt land bjóða fólki einnig að koma í sína skóga til að velja sér jólatré. Nánari upplýsingar má finna á jólatrjáavef félagsins.