Um miðjan nóvember hóf skógræktin að fella jólatré. Starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað, í Vaglaskógi, Skorradal, Haukadal og Þjórsárdal eru byrjaðir að fella fyrstu jólatrén í ár.


Afurdir-fluttar-ur-skoginum

Hér flytur Gunnar Jónsson afurðir úr skóginum, bæði bolviði og torgtré. (Mynd: Jóhannes Sigurðsson)


Fyrst eru stærri tré felld þ.e.a.s. tré sem prýða eiga bæjartorg (torgtré), verslunarmiðstöðvar og fleiri svæði utanhúss. Þegar er farið að velja jólatré fyrir stofur landsmanna og verður hafist handa við að fella þau á næstu dögum.

Skógrækt ríkisins býður alla velkomna í valda skóga fyrir jólin til að finna rétta jólatréð. Jólatrjáaferð í skóginn er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Frekari upplýsingar um opnunardaga, -tíma og verð munu birtast fljótlega undir Viðburðir