Auglýsing fyrir Jólamarkað í Barra 14. desember 2013
Auglýsing fyrir Jólamarkað í Barra 14. desember 2013

Jólamarkaður í Barra

Skógrækt ríkisins tekur þátt í árlegum jólamarkaði sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra laugardaginn 14. desember. Til sölu verða jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, handverk, jarðávextir, rjúkandi Rússasúpa, skata, harðfiskur, hangikjöt og ýmislegt annað góðgæti til jólanna. Skemmtiatriði verða líka flutt. Ásamt Skógræktinni standa að markaðnum gróðrarstöðin Barri, Félag skógarbænda á Austurlandi og Héraðs- og Austurlandsskógar.