Síðustu tvær helgar hafa hátt í 2000 manns komið í Haukadalsskóg og fjölmargir sótt sér jólatré. Dögum sem fólk getur komið og sótt sér tré var fjölgað um tvo nú fyrir jólin vegna mikils fjölda gesta, en þrjá daga hefur verið samstarf við Hótel Geysi um að taka á móti gestum úr hinu landsfræga fjölskyldujólahlaðborði hótelsins. Stefnt er að því að bjóða fólk velkomið í skóginn næstkomandi laugardag 22. des, en ekki verður opið á sunnudaginn. Meðfylgjandi myndir sýna stemminguna í Haukadalsskógi þegar jólasveinar af Geysi heimsóttu skóginn síðastliðna helgi.

19122012-(4)

19122012-(3)

19122012-(2)

19122012-(1)Texti og myndir: Hreinn Óskarsson